[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Kevin de Bruyne , miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 2:0-sigri liðsins gegn Fulham í enska deildabikarnum í vikunni.

* Kevin de Bruyne , miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 2:0-sigri liðsins gegn Fulham í enska deildabikarnum í vikunni. Pep Guardiola , stjóri City, staðfesti á blaðamannafundi í gær að De Bruyne yrði frá næstu fimm til sex vikurnar vegna meiðsla á hné en þetta þýðir að De Bruyne verður fjarverandi þegar Ísland sækir Belgíu heim í Brussel í 2. riðli Þjóðadeildar UEFA 11. nóvember næstkomandi.

*Leikur Víkings og Þróttar í 1. deild karla í handknattleik, Grill 66-deildinni, verður endurleikinn eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu í gær. Til stóð að síðustu tíu sekúndur leiksins yrðu spilaðar aftur þar sem dómaramistök urðu til þess að Víkingar skoruðu síðasta mark leiksins og lokatölur urðu 21:21. Leikurinn telst ógildur og verður nýr leiktími ákveðinn síðar í samráði við hlutaðeigandi félög.

* Guðrún Brá Björgvinsdóttir , Íslandsmeistari í golfi, spilaði sinn annan hring á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LET-Evrópumótaröðina í golfi í gær en mótið fer fram í Marokkó. Guðrún lék hringinn á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hún er samtals á sjö höggum yfir pari en leiknir verða fjórir hringir og komast 25 efstu kylfingarnir áfram í lokaúrtökumótið. Guðrún er sem stendur í 23.-32. sæti.