Jólarauðkál er fallegt á borði og fer vel með hátíðarmatnum, eplabátarnir draga í sig litinn úr rauðkálinu og verða dökkrauðir og fallegir.

Jólarauðkál er fallegt á borði og fer vel með hátíðarmatnum, eplabátarnir draga í sig litinn úr rauðkálinu og verða dökkrauðir og fallegir.

1,2 kg rauðkál

4-5 lítil epli

25-30 g salt

Geymið eitt til tvö heil kálblöð, skerið kálhöfuðið í fernt og fjarlægið stilkinn. Skerið kálið fínt og setjið í stóra skál ásamt salti. Blandið vel og látið standa þar til kálið fer að svitna og nuddið þá og hnoðið þar til vökvinn flæðir úr grænmetinu. Kjarnhreinsið eplin, skerið þau í báta og blandið öllu vel saman. Ef notuð eru lífrænt ræktuð epli er um að gera að halda hýðinu á bátunum. Færið nú kálið yfir í krukku en farið ögn varlega til að komast hjá því að brjóta eplabátana. Þekið með kálblaðinu og fergið. Gætið þess að vökvinn hylji grænmetið. Komið krukkunni fyrir á diski og látið gerjast í 3-5 vikur við stofuhita. Geymist í nokkra mánuði í kæli.