„Þessi hús eru minnisvarðar um löngu liðið hversdagslíf,“ sagði listakonan Þóra Einarsdóttir í viðtali við Morgunblaðið fyrir þremur árum, þegar sagt var frá sýningu á teikningum hennar af eyðibýlum í Listasafni Reykjavíkur.
„Þessi hús eru minnisvarðar um löngu liðið hversdagslíf,“ sagði listakonan Þóra Einarsdóttir í viðtali við Morgunblaðið fyrir þremur árum, þegar sagt var frá sýningu á teikningum hennar af eyðibýlum í Listasafni Reykjavíkur. Þóra sagðist hafa fundið fyrir sterkum tilfinningum í nálægð yfirgefnu húsanna. „Maður finnur fyrir tregatilfinningu vegna þess sem var, lífsins sem eitt sinn var lifað í þessum húsum. Og ótal spurningar vakna um fólkið sem bjó þarna. Hvernig leið því? Hvers vegna fór það? ... Stundum er eins og fólk hafi gengið út og skilið allt eftir, eða dáið og enginn hirt um að fjarlægja innanstokksmuni. Til dæmis var kjóll hangandi á hurð í einu eyðibýlinu, rétt eins og eigandinn hefði skroppið frá. Og í öðru var sykurkar á eldhúsborðinu og bollastell í skápunum, og þannig hefur það verið óhreyft í fimmtíu ár frá því býlið fór í eyði. Annars staðar var allt tómt.“