Opnun Helgi Héðinsson klippir borða með Þorsteini Gunnarssyni sveitarstjóra.
Opnun Helgi Héðinsson klippir borða með Þorsteini Gunnarssyni sveitarstjóra. — Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Birkir Fanndal birkir@fanndal.is Nú í vikunni var þekkingarsetur í Reykjahlíð í Mývatnssveit formlega opnað sem hlaut nafnið Mikley . Starfsemin er undir sama þaki og skrifstofa Skútustaðahrepps og þar er góð vinnuaðstaða fyrir 10 manns.

Birkir Fanndal

birkir@fanndal.is

Nú í vikunni var þekkingarsetur í Reykjahlíð í Mývatnssveit formlega opnað sem hlaut nafnið Mikley . Starfsemin er undir sama þaki og skrifstofa Skútustaðahrepps og þar er góð vinnuaðstaða fyrir 10 manns. Það mun hýsa fólk úr ólíkum áttum, til dæmis námsmenn, sjálfstætt starfandi einyrkja og stofnanir. Starfsemi er komin á skrið nú þegar.

Forstöðumaður er Arnþrúður Dagsdóttir í Garði. Við athöfnina í dag gerði Helgi Héðinsson oddviti grein fyrir aðdraganda þessa merka áfanga í atvinnumálum Mývatnssveitar.

Vel var mætt til þessa merka viðburðar bæði heimafólk og lengra að komnir, enda margir lagt hér hönd á plóg. Nafnið Mikley hefur sterka sögulega skírskotun til menningarlífs Mývatnssveitar. Eyjan er sú stærsta í Mývatni og er miðsvæðis, þar komu menn gjarnan saman til skrafs fyrr meir þegar ís var á vatninu og skautar hraðskreiðasta farartækið. Það var Ásta Kristín Benediktsdóttir á Arnarvatni sem kom með tillögu að þessu nafni á þekkingarsetrið og þykir það vera vel við hæfi.