Lars Ulrich á tónleikum í Texas í október.
Lars Ulrich á tónleikum í Texas í október. — AFP
Málmur Lars Ulrich, trommuleikari Metallica, segir bandið eiga mikið inni og vonast til að það eigi eftir að starfa í 20-25 ár í viðbót. Þetta kom fram í viðtali við hann á bandarísku útvarpsstöðinni 93.3 WMMR Rocks! á dögunum.
Málmur Lars Ulrich, trommuleikari Metallica, segir bandið eiga mikið inni og vonast til að það eigi eftir að starfa í 20-25 ár í viðbót. Þetta kom fram í viðtali við hann á bandarísku útvarpsstöðinni 93.3 WMMR Rocks! á dögunum. 37 árum eftir að Metallica steig fyrst á svið er bandið enn að fylla leikvanga úti um allan heim og gjarnan þarf að kaupa miða með margra mánaða fyrirvara. Og kynslóðirnar koma saman en Ulrich kveðst ekki hafa séð eins margt ungt fólk lengi, auk þess sem konum fari jafnt og þétt fjölgandi. „Ætli það sé ekki 50/50 í dag, ólíkt því sem var fyrir tuttugu eða þrjátíu árum.“