María Sigurðardóttir
María Sigurðardóttir
Fjallkonan fríð – eða hefur hún hátt? nefnist sýning sem Leikhúslistakonur 50+ frumsýna í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld kl. 20 í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur.
Fjallkonan fríð – eða hefur hún hátt? nefnist sýning sem Leikhúslistakonur 50+ frumsýna í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld kl. 20 í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur. „Það er við hæfi, nú á 100 ára afmæli fullveldis Íslands, að konur skoði hlut fjallkonunnar í sögulegu samhengi. Máti fjallkonuna við baráttu kvenna gegnum tíðina. Það verður slegið bæði á hátíðlegar og gamansamar nótur. Er fjallkonan einungis fríð eða getur hún haft hátt? Því verður svarað í sýningunni í ljóði, með tónum og tali,“ segir á vef Þjóðleikhússins.