— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti Basalt arkitektum Hönnunarverðlaun Íslands 2018 við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í gærkvöldi.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti Basalt arkitektum Hönnunarverðlaun Íslands 2018 við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í gærkvöldi. Hlaut stofan verðlaunin fyrir arkitektúr í baðmenningu á Íslandi, meðal annars við Bláa lónið og GeoSea-sjóböðin á Húsavík.

Segir meðal annars í rökstuðningi dómnefndar að Basalt arkitektar hafi „einstakt lag á að tvinna mannvirki saman við náttúruna“. Þá sé byggingarlistin í hæsta gæðaflokki þar sem hvert smáatriði sé úthugsað og rými hönnuð af virðingu og látleysi.