Jónas Garðarsson
Jónas Garðarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Vel á annað hundrað manns undirrituðu áskorun í gær á heimasíðunni Ísland.
Vel á annað hundrað manns undirrituðu áskorun í gær á heimasíðunni Ísland.is og kröfðust þess að stjórn Sjómannafélags Íslands boðaði til félagsfundar innan sólarhrings, og er sérstaklega óskað eftir því að Heiðveig María Einarsdóttir verði boðuð á fundinn vegna óljóss lögmætis brottvikningar hennar úr félaginu. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, sagðist í samtali við 200 mílur á mbl.is í gær ekki kannast við þá kröfu. Þá blés hann á gagnrýni formanna VR, Eflingar, Framsýnar og VLFA á brottvikningu Heiðveigar. „Við höfum aldrei skipt okkur af neinu í öðrum félögum og mér finnst það vera einkamál hvers félags fyrir sig hvernig menn hátta sínum málum,“ sagði Jónas í gær.