Afrek Íslenska U18-landsliðið í handbolta vann silfur á EM í Króatíu. Haukur Þrastarson var valinn bestur. Það kostar sitt að ferðast frá Íslandi og taka þátt í slíkum mótum.
Afrek Íslenska U18-landsliðið í handbolta vann silfur á EM í Króatíu. Haukur Þrastarson var valinn bestur. Það kostar sitt að ferðast frá Íslandi og taka þátt í slíkum mótum. — Ljósmynd/HRS Foto
Afrekssjóður ÍSÍ hefur undanfarið birt tilkynningar um samninga við hluta sérsambandanna sem undir hatti ÍSÍ eru, um styrki úr sjóðnum á árinu sem er að líða. Styrkirnir eru í öllum tilvikum hærri en á síðasta ári og stundum umtalsvert hærri.

Afrekssjóður ÍSÍ hefur undanfarið birt tilkynningar um samninga við hluta sérsambandanna sem undir hatti ÍSÍ eru, um styrki úr sjóðnum á árinu sem er að líða. Styrkirnir eru í öllum tilvikum hærri en á síðasta ári og stundum umtalsvert hærri.

Í gær var tilkynnt að Handknattleikssamband Íslands hefði hlotið 51.600.000 krónur úr sjóðnum á árinu, samanborið við 41,5 milljónir á síðasta ári. Umfang HSÍ er enda mikið og alls 9 landsliðshópar hafa tekið þátt í verkefnum á árinu.

HSÍ er eitt þeirra sambanda sem flokkast sem A-sérsamband, en það á einnig við um Sundsamband Íslands, Frjálsíþróttasamband Íslands og Íþróttasamband fatlaðra, og fleiri. FRÍ fær 28.000.000 króna í ár, sléttum fimm milljónum meira en í fyrra. SSÍ fær 27.850.000 krónur nú, eða rúmum sex milljónum meira en í fyrra. ÍF fær 20.550.000, eftir að hafa fengið 12.750.000 í fyrra, og þar spilar meðal annars inn í þátttaka á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Pyeongchang.

Blaksambandið, Badmintonsambandið og Karatesambandið eru öll í B-flokki hjá Afrekssjóðnum. BLÍ fær 10,5 milljónir í ár, BSÍ fær 9,95 milljónir og KAÍ fær 5,34 milljónir. Tilkynningar um styrki til annarra sérsambanda ættu að birtast eftir því sem nær dregur áramótum. sindris@mbl.is