Samspil Ensemble Mosaik flytur.
Samspil Ensemble Mosaik flytur.
Nýlistasafnið og Listahátíðin Cycle bjóða til tónleika og myndlistarsýningar sem nefnist Liminalities, í Marshall-húsinu annað kvöld kl. 20, en aðgangur er ókeypis.

Nýlistasafnið og Listahátíðin Cycle bjóða til tónleika og myndlistarsýningar sem nefnist Liminalities, í Marshall-húsinu annað kvöld kl. 20, en aðgangur er ókeypis.

„Liminalities er þverfaglegt verkefni sem byggist á samstarfi milli myndlistarmanna, tónlistarmanna og tónskálda,“ segir í tilkynningu en Ensemble Mosaik flytur verkið sem er eftir tónskáldin Ann Cleare, Rama Gottfried og Kaj Duncan David og listamennina Harald Jónsson, Margréti H. Blöndal, Darra Lorenzen og Önnu Rún Tryggvadóttur. Sýningarstjóri er Dorothée Kirch.

„Í Liminalities er sjónlistin ekki uppfyllingarefni á tónleikum og tónlistin er ekki í bakgrunni á myndlistarsýningum. Hér fæðir sjónlistin tónlistina og tónlistin ber sjónlistina áfram. Þar með upplifa aðnjótendur verkin á annan hátt.“