Ragnar Snær og Fanney Eiríksdóttir ásamt syni sínum sem kom í heiminn undir lok september.
Ragnar Snær og Fanney Eiríksdóttir ásamt syni sínum sem kom í heiminn undir lok september. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hressleikarnir, þar sem safnað er fyrir Fanneyju Eiríksdóttur og fjölskyldu hennar, fara fram um helgina, laugardaginn 3. nóvember.

Fanney Eiríksdóttir greindist með leghálskrabbamein á 21. viku meðgöngu en um síðustu helgi sögðu hún og eiginmaður hennar, Ragnar Snær Njálsson, frá baráttu Fanneyjar í forsíðuviðtali Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.

Taka þurfti son þeirra með keisaraskurði á rúmlega 29. viku meðgöngu en drengurinn, sem hlaut nafnið Erik Fjólar, er nú á vökudeild og Fanney í hörðum lyfja- og geislameðferðum. Fyrir eiga þau hjónin fjögurra ára dóttur Emilý Rósu.

Hressleikarnir, góðgerðarverkefni heilsuræktarstöðvarinnar Hress í Hafnarfirði, styrkja í ár fjölskylduna en þeir fara fram í dag, laugardaginn 3. nóvember. Þeim sem ekki komast á Hressleikana og vilja styrkja fjölskylduna er bent á söfnunarreikninginn 0135-05-71304, á kennitölu 540497-2149.