Skepna Hvaða saga býr að baki þessum hlut og skepnunni sem skreytir?
Skepna Hvaða saga býr að baki þessum hlut og skepnunni sem skreytir?
Í fjölskylduleiðsögn sem verður á morgun, sunnudag, kl. 14 um sýninguna Sjónarhorn, ferðalag um íslenskan myndheim, í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík verða þjóðsögur og kynjaskepnur dregnar fram í dagsljósið.

Í fjölskylduleiðsögn sem verður á morgun, sunnudag, kl. 14 um sýninguna Sjónarhorn, ferðalag um íslenskan myndheim, í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík verða þjóðsögur og kynjaskepnur dregnar fram í dagsljósið. Sagðar verða þjóðsögur sem tengjast munum á sýningunni, til dæmis álfkonudúknum og málverkinu Nátttröllið á glugganum eftir Ásgrím Jónsson. Gluggað verður í bók Jóns Baldurs Hlíðberg og Sigurðar Ægissonar um íslenskar kynjaskepnur, galdrakver skoðuð og furðulegur verndargripur. Leiðsögnina leiðir forneskjuleg álfkona sem heitir Steinlaug. Í lokin geta gestir stigið inn í veröld kynjaskepnanna í gegnum margmiðlunarefni sem hannað er af nemendum á þriðju önn í Margmiðlunarskóla Tækniskólans.

Leiðsögnin er miðuð við börn á aldrinum 5-12 ára. Gullið tækifæri fyrir fjölskylduna að upplifa og rýna í íslenska menningu og myndlist. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. Eftir leiðsögnina er tilvalið að fá sér kaffi og köku á veitingastaðnum Julia & Julia sem er í sama húsi.