Depurð. Frá Gay Pride í Taívan.
Depurð. Frá Gay Pride í Taívan. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kvikmyndir Draggdrottning deyr úr krabbameini, skápahommi tekur ástlaust hjónaband fram yfir manninn sem hann elskar, eldri lesbía snýr heim úr ævintýraferð í grásmóskulegan hversdaginn, hommi ákveður að vera áfram í skápnum starfsferils síns vegna og...
Kvikmyndir Draggdrottning deyr úr krabbameini, skápahommi tekur ástlaust hjónaband fram yfir manninn sem hann elskar, eldri lesbía snýr heim úr ævintýraferð í grásmóskulegan hversdaginn, hommi ákveður að vera áfram í skápnum starfsferils síns vegna og samkynhneigður faðir sviptir sig lífi eftir að honum er útskúfað. Þetta var meðal þess sem Benjamin Lee, sem sat í dómnefnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í New York á dögunum, þar sem samkynhneigð var þemað, upplifði. Niðurstaða hans er eftirfarandi: Ætli kvikmyndir um samkynhneigða að halda áfram að þróast verða þær að hleypa einhverri gleði inn. Ekkert sé að því að kvikmynd ljúki á jákvæðum og giftusamlegum nótum, alltént endrum og sinnum.