[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eftir fjörugan lestur um Strandir og Dali les ég verk ferðafélaganna. Fyrst Lifandilífslæk , það var fyrsta flokks að heyra Bergsvein Birgisson lesa úr þeirri bók á söguslóð og honum var hlýlega tekið á Ströndum. Hin er Ungfrú Ísland Auðar Övu.
Eftir fjörugan lestur um Strandir og Dali les ég verk ferðafélaganna. Fyrst Lifandilífslæk , það var fyrsta flokks að heyra Bergsvein Birgisson lesa úr þeirri bók á söguslóð og honum var hlýlega tekið á Ströndum. Hin er Ungfrú Ísland Auðar Övu. Þegar hún las á Drangsnesi línuna um hvað tæki eiginlega margar blaðsíður að taka fram úr traktor ef James Joyce væri farþegi í sérleyfisrútunni bráðnaði ég og hef hlakkað til síðan. Þriðji ferðafélaginn var Bjarni M. Bjarnason og hans magnaða Læknishús hef ég þegar lesið. Af bókamessunni kom ég svo heim með Etýður í snjó e. Yoko Tawada, sem Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýðir, um ísbirni sem taka fullan þátt í félagi manna. Áðan sullaðist til dæmis blek á feld bangsaömmu sem er að handskrifa ævisöguna! Þegar ég samdi fyrir Hafnarfjarðarleikhúsið leikþáttinn Ísbjörn óskast , um hvítabjörn hjá umboðsmanni, grunaði mig ekki að sá myndi síðar eignast sálufélaga hjá japönskum höfundi í Berlín.