Fyrir fjóra ½ bolli rasp ¼ bolli rjómi 2 msk ólífuolía 1 meðalstór rauðlaukur, skorinn smátt ½ kg nautahakk ½ kg svínahakk 2 msk hunang 1 stórt egg salt og nýmalaður pipar 3 msk ósaltað smjör Sósan 1 bolli kjúklingasoð ½ bolli rjómi ¼ bolli týtuber úr...

Fyrir fjóra

½ bolli rasp

¼ bolli rjómi

2 msk ólífuolía

1 meðalstór rauðlaukur, skorinn smátt

½ kg nautahakk

½ kg svínahakk

2 msk hunang

1 stórt egg

salt og nýmalaður pipar

3 msk ósaltað smjör

Sósan

1 bolli kjúklingasoð

½ bolli rjómi

¼ bolli týtuber úr dós eða krukku

2 msk safi af súrum gúrkum

salt og nýmalaður pipar

Blandið raspi og rjóma saman í litla skál og hrærið með gaffli þannig að það blotni vel í raspinu.

Geymið til hliðar.

Hitið olíu á pönnu yfir miðlungshita. Steikið laukinn í u.þ.b. fimm mínútur, þar til hann er mjúkur. Takið af hitanum.

Blandið saman nautahakki, svínahakki, lauk, hunangi og eggi og blandið vel saman í höndunum. Saltið og piprið.

Blandið þá raspblöndunni saman við.

Hnoðið kjötbollur með blautum höndum (svo hakkið klessist ekki við hendurnar). Þær eiga að vera á stærð við golfbolta. Leggið þær á rakan disk. Þú ættir að vera með u.þ.b. 24 litlar bollur.

Bræðið smjör í stórri pönnu og hafið stillt á miðlungshita. Setjið bollurnar út á pönnuna, í nokkrum hlutum ef þarf, og eldið í um sjö mínutur. Verið dugleg að snúa þeim á alla kanta á meðan þær eldast. Takið þær af pönnunni og setjið á disk en skiljið eftir um eina matskeið af fitunni á pönnunni.

Til að búa til sósuna setjið pönnuna aftur á helluna og hrærið út á hana kjúklingasoði, rjóma, týtuberjum og safanum af gúrkunum. Látið suðuna koma upp. Smakkið til með salti og pipar.

Setjið kjötbollurnar út í sósuna, lækkið hitann og látið malla í fimm mínútur eða þar til sósan þykknar aðeins og bollurnar eru heitar í gegn.

Berið fram með kartöflum (eða kartöflumús) og súrum gúrkum.