Joshua Becker
Joshua Becker
Joshua Becker, stofnandi vefsíðunnar becomingminimalist.com, er einn þeirra sem hafa vakið athygli á þessari miklu neyslu um jólin. Hann bendir á í pistli á foxnews.

Joshua Becker, stofnandi vefsíðunnar becomingminimalist.com, er einn þeirra sem hafa vakið athygli á þessari miklu neyslu um jólin. Hann bendir á í pistli á foxnews.com að snemma á nítjándu öld hafi ríkar fjölskyldur haldið upp á jólin með því að gefa mat og drykk til þeirra sem hafi þarfnast þess. Þetta hafi síðan breyst upp úr miðri nítjándu öld og árið 1890 hafi börn verið farin að afhenda búðarjólasveinum óskalista sína.

Hann vill að við spólum aðeins til baka og bendir á að gott sé að eyða meira í þá sem þurfi á því að halda og minna í þá sem eigi of mikið. Í anda mínimalismans mælir hann með því að gefa heldur minna en leggja áherslu á meiri gæði og hann bendir fólki líka á að gefa eitthvað sem hægt er að borða eða upplifa; þannig hlaðist ekki óþarfa hlutir upp hjá fólki sem nú þegar eigi of mikið. Sannur jólaandi sé falinn í því að leggja áherslu á það sem í raun skipti mestu máli og hvetur hann fólk til að horfa inn á við.