Tölvufólk Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri RRÍ, ganga frá samningum. Samstarfsfólkið stendur á bak við þau.
Tölvufólk Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri RRÍ, ganga frá samningum. Samstarfsfólkið stendur á bak við þau. — Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Í vikunni afhenti Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, fyrir hönd skólans fulltrúum Rauða krossins á Íslandi tíu tölvur sem nýtast munu í margvísleg verkefni félagsins til stuðnings flóttafólki.

Í vikunni afhenti Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, fyrir hönd skólans fulltrúum Rauða krossins á Íslandi tíu tölvur sem nýtast munu í margvísleg verkefni félagsins til stuðnings flóttafólki. Við sama tækifæri undirrituðu rektor og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri RKÍ, samkomulag um að Háskólinn láti samtökunum árlega í té tölvur sem hætt er að nota í skólanum.

Háskólinn hefur að undanförnu tekið til hliðar bæði borð- og fartölvur sem fallið hafa til við endurnýjun. Upplýsingatæknisvið skólans hefur svo séð um að uppfæra tölvurnar og laga svo þær verði sem nýjar þannig að þær geti nýst áfram í samfélaginu. Vonir standa til að tölvurnar geti nýst því flóttafólki sem Rauði krossinn vinnur með, til dæmis í íslenskunámi, almennu námi og við atvinnu- og húsnæðisleit.

„Það er afar mikilvægt að stutt sé við nám flóttafólks og ekki síst unga fólksins í þeirra hópi. Mannauður samfélagsins verður meiri og fjölbreyttari með komu flóttafólks og annarra innflytjenda og við þurfum að veita þeim tækifæri til að eflast og blómstra í nýjum heimkynnum. Við erum afar ánægð með þetta samstarf við HÍ,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir.