Nýjustu þættirnir um táningsnornina Sabrinu eru á Netflix.
Nýjustu þættirnir um táningsnornina Sabrinu eru á Netflix.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Íslenskur andi svífur yfir nýjasta þættinum um táningsnornina Sabrinu.

Jólaþáttur hinna vinsælu sjónvarpsþátta um táningsnornina Sabrinu, Chilling Adventures of Sabrina, sem fóru í loftið á Netflix í október er heldur betur á íslenskum nótum í ár þar sem Grýla sjálf er í aðalhlutverki. Warner Bros framleiðir þættina eftir myndasögunum Sabrina the Teenage Witch, frá árinu 1962 sem gefnar eru út af Archie Comics.

Í þættinum er Grýla á margan hátt jafnhræðileg og í íslensku þjóðsögunum, hún drepur enn og borðar fólk en öfugt við það sem áður var er hún samt einhvers konar verndari týndra barna og aðstoðar þau og er sá þáttur á nýju æviskeiði hennar skref í þá átt að bæta fyrir misgjörðir fortíðarinnar.

Fréttamiðilinn Elite Daily segir þátt Grýlu vel heppnaðan en þátturinn er kominn inn á íslenska hluta Netflix, er nýjasti og 11. þátturinn þar.