— AFP
Vegfarendur í Strassborg lögðu leið sína að jólamarkaði borgarinnar í gær og lögðu þar blóm og kerti og sýndu annan virðingarvott gagnvart fórnarlömbum hryðjuverkamannsins Cherif Chekatt.

Vegfarendur í Strassborg lögðu leið sína að jólamarkaði borgarinnar í gær og lögðu þar blóm og kerti og sýndu annan virðingarvott gagnvart fórnarlömbum hryðjuverkamannsins Cherif Chekatt. Staðfest var í gær að fjórða fórnarlamb Chekatts hefði látist á sjúkrahúsi af sárum sínum og eru þrír enn í lífshættu.

Jólamarkaðurinn var opnaður á ný í gær, eftir að staðfest hafði verið að Chekatt hefði fallið í átökum við lögregluna í fyrrakvöld, eftir tveggja daga ákafa leit. Höfðu þá borist um 800 ábendingar um mögulegan dvalarstað hans. Reyndust tvær þeirra réttar, sem leiddi lögregluna að Neudorf-hverfinu, þar sem þrír lögreglumenn fundu Chekatt á gangi. Þegar hann náði ekki að komast undan þeim snerist hann á hæli og hóf skothríð á lögreglumennina. Tveir þeirra svöruðu fyrir sig og lá Chekatt örendur eftir.