Sæbjúga Mikið er selt til Kína.
Sæbjúga Mikið er selt til Kína.
Gert er ráð fyrir að veitt verði tvö ný leyfi til veiða á sæbjúgum til að skapa svigrúm fyrir nýja aðila. Fjórum skilgreindum veiðisvæðum verður bætt við þau sem fyrir eru, í drögum að nýjum reglugerðum.

Gert er ráð fyrir að veitt verði tvö ný leyfi til veiða á sæbjúgum til að skapa svigrúm fyrir nýja aðila. Fjórum skilgreindum veiðisvæðum verður bætt við þau sem fyrir eru, í drögum að nýjum reglugerðum. Sjávarútvegsráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum um þessi drög og verða þau aðgengileg til umsagnar á samráðsgátt til og með 21. desember.

Þar kemur fram að gert er ráð fyrir að þeir bátar sem stundað hafa sæbjúgnaveiðar á undanförnum þremur fiskveiðiárum fái úthlutað aflahlutdeild í sæbjúgum á skilgreindum veiðisvæðum (A, E, F og G) á grundvelli þriggja ára veiðireynslu. Þá er lagt til að Fiskistofa úthluti leyfum á skilgreindum nýjum veiðisvæðum (B, C, D og H). Gert er ráð fyrir að Hafrannsóknastofnun komi með sérstaka veiðiráðgjöf á hverju þessara fjögurra nýju veiðisvæða.

Ábyrgar veiðar

Þeir níu aðilar sem nú þegar eru með leyfi til veiða í sæbjúgum fá úthlutað leyfi til veiða á þeim svæðum auk þess sem Fiskistofa úthlutar tveimur nýjum leyfum til viðbótar. Alls verða því ellefu leyfi virk til veiða á svæðum B, C, D og H. Hinir tveir nýju leyfishafar munu fá eins mánaðar forgjöf til veiða á þessum svæðum. Lagt er til að einnig verði hægt að sækja um tilraunaveiðileyfi til veiða á sæbjúgum utan skilgreindra veiðisvæða.

Markmiðið með reglugerðunum er m.a. að koma í veg fyrir óheftar veiðar og þannig stuðla að ábyrgum veiðum. aij@mbl.is