Borgarstjórinn okkar talar mikið, þrengir götur og hvetur okkur til að hjóla og/eða taka strætó. Það skiptir meira máli hvað stjórnendur gera en hvað þeir segja. Þetta þarf hann að skilja.

Borgarstjórinn okkar talar mikið, þrengir götur og hvetur okkur til að hjóla og/eða taka strætó.

Það skiptir meira máli hvað stjórnendur gera en hvað þeir segja. Þetta þarf hann að skilja.

Þetta farartæki er upplagt fyrir mann sem vill láta taka sig alvarlega. Hann getur farið á hjóli og kolefnisjafnað en samt haldið einkahjóla-bílstjóranum.

Þetta fæst í Danmörku eins og stráin góðu við Braggann en ég mæli með að fá fyrst skriflegt verðtilboð áður en af fjárfestingu verður.

Árni Þór Árnason,

fyrrverandi forstjóri Austurbakka hf.