Þessi réttur er frábær sem forréttur eða meðlæti, passar t.d. mjög vel með jólaskinku eða síld. Fyrir 5 til 10 10 egg 2 bollar majónes 1 msk chilisósa (t.d.

Þessi réttur er frábær sem forréttur eða meðlæti, passar t.d. mjög vel með jólaskinku eða síld.

Fyrir 5 til 10

10 egg

2 bollar majónes

1 msk chilisósa (t.d. sriracha)

cayennepipar á hnífsoddi

smá salt

lauksulta (sjá uppskrift að neðan)

steikt kapers

pikklaður rauðlaukur (sjá uppskrift að neðan)

Sjóðið eggin í tíu mínútur. Skerið langsum og takið rauðurnar úr og setjið í matvinnsluvél með majónesi, chilisósu, salti og cayennepipar. Hrærið.

Lauksulta

2 laukar, skornir í þunnar sneiðar

1 msk síróp (úr sykri)

1 msk sinnepsfræ

smá salt

smá smjör til steikingar

Eldið laukinn á pönnu í smá smjöri. Þegar þeir byrja að brúnast, bætið þá sinnepsfræjum og sírópi saman við og hrærið áfram.

Pikklaður laukur

1 rauðlaukur

1 bolli hrásykur

1 bolli sérríedik

1 bolli vatn

Blandið saman ediki, hrásykri og vatni í pott og náið upp suðu. Kælið.

Afhýðið rauðlauk og skerið mjög þunnt og setjið út í volgan edikvökvann og látið liggja í einn til tvo tíma.

Raðið eggjahvítuhelmingum á disk. Setjið smá lauksultu í botninn á hverju eggi. Sprautið eggjarauðumaukinu ofan á laukinn. Steikið kapers á pönnu og stráið yfir. Setjið pikklaða laukinn efst.