Jólamarkaðurinn í Kraká fer fram á Rynek Glowny, stóra almenningstorginu í miðbænum. Þar snjóar oftar en ekki fyrir jólin sem gerir stemninguna líkt og á póstkorti en ekki er hægt að treysta á snjókomu í mörgum af þekktari mörkuðunum í Vestur-Evrópu.

Jólamarkaðurinn í Kraká fer fram á Rynek Glowny, stóra almenningstorginu í miðbænum. Þar snjóar oftar en ekki fyrir jólin sem gerir stemninguna líkt og á póstkorti en ekki er hægt að treysta á snjókomu í mörgum af þekktari mörkuðunum í Vestur-Evrópu.

Góður minjagripur væri einhver af fjölmörgu handmáluðu jólakúlunum sem þar eru til sölu. Markaðurinn er óvenjulega fjölbreyttur og er líka til sölu ýmiss konar antík og hitt og þetta. Þarna er hægt að smakka fjölbreytt pólskt góðgæti sem borðað er fyrir jólin. Eitt af því er smalec, álegg sem búið er til úr fitu og kryddi og sett ofan á heitt brauð með t.d. pulsum eða beikoni, steiktum lauk og súrum gúrkum. Hægt er að kaupa sérstaka matarleiðsögn um markaðinn á 20 evrur, eða um 2.900 krónur.