Hvergi banginn Valdimar Sverrisson hefur valið að hugsa frekar um kosti en galla þess að vera blindur. Hann er með uppistand og syngur fyrir fólk.
Hvergi banginn Valdimar Sverrisson hefur valið að hugsa frekar um kosti en galla þess að vera blindur. Hann er með uppistand og syngur fyrir fólk. — Morgunblaðið/Hari
Þegar Valdimar Sverrisson ljósmyndari missti sjónina eftir að góðkynja æxli var fjarlægt úr höfði hans árið 2015 ákvað hann að mæta nýjum áskorunum í lífinu með jákvæðni og húmor að vopni í stað þess að leggjast í depurð.

Þegar Valdimar Sverrisson ljósmyndari missti sjónina eftir að góðkynja æxli var fjarlægt úr höfði hans árið 2015 ákvað hann að mæta nýjum áskorunum í lífinu með jákvæðni og húmor að vopni í stað þess að leggjast í depurð. Strax í endurhæfingunni, þar sem hann þurfti meðal annars að læra að ganga á ný, fór hann að velta fyrir sér hvaða stefnu hann gæti tekið.

„Frá því að ég var unglingur hafði mig langað til að vera með uppistand. Lét þó aldrei slag standa; í fyrsta lagi þorði ég ekki að standa fyrir framan allt þetta fólk og í annan stað fannst mér ég ekki vera með nægilega gott efni. Það var ekki fyrr en á Grensási sem ég fór að leiða hugann að þessu fyrir alvöru. Hugsaði með mér: Ég sé ekki fólkið lengur og þarf fyrir vikið ekki að hafa áhyggjur af þeim þætti málsins. Eins fannst mér ég vera kominn með býsna gott efni sem að mestu leyti tengdist sjálfum mér og veikindum mínum. Svartur húmor, gæti einhver sagt, en það var einmitt það sem hjálpaði mér mest að stíga þessa öldu,“ segir hann í Sunnudagsblaðinu.

Nú hefur Valdimar troðið víða upp og einnig sungið opinberlega, sem flögraði aldrei að honum áður.