Ljósadýrð Sannarlega er fallegt um að litast á breiðstrætinu Nevsky Prospekt í Sankti Pétursborg núna fyrir jólin.
Ljósadýrð Sannarlega er fallegt um að litast á breiðstrætinu Nevsky Prospekt í Sankti Pétursborg núna fyrir jólin. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Undirbúningur jólanna er með ýmsum hætti og sinn er siður í landi hverju.

Undirbúningur jólanna er með ýmsum hætti og sinn er siður í landi hverju. Hefð er fyrir því að helstu verslunargötur og breiðstræti stórborganna séu fagurlega skreytt fyrir hátíðarnar og er breiðstrætið Nevsky Prospekt í Sankti Pétursborg í Rússlandi nú ljósum prýtt.

Víða má sjá jólasveina á stjái, einn þeirra bar fyrir augu ljósmyndara fréttastofunnar AFP í borginni Nýju-Delí á Indlandi og hafði sá stillt sér upp fyrir framan geysistóra tertu sem bökuð hafði verið í líki rauða virkisins, sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Það tók sex bakara 75 daga að baka kökuna sem vó 1,6 tonn.

Jólin koma líka í flóttamannabúðirnar sem komið hefur verið upp við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Líkan af búðunum var sett upp í verslunarmiðstöð í borginni Tegucigalpa í Hondúras og vakti það athygli drengs sem þangað kom.