Kauphöll Gærdagurinn var grænn.
Kauphöll Gærdagurinn var grænn.
Það virtist stefna í nokkuð mikla hækkun á bréfum Icelandair Group í Kauphöllinni í gær en félagið hækkaði um tæp 11% í fyrstu viðskiptum dagsins.
Það virtist stefna í nokkuð mikla hækkun á bréfum Icelandair Group í Kauphöllinni í gær en félagið hækkaði um tæp 11% í fyrstu viðskiptum dagsins. Eftir að fréttir bárust um uppfærða stöðu á fjárfestingu Indigo Partners í WOW air breyttist staðan aftur á móti töluvert og við lokun markaðar stóð gengi Icelandair í 8,55 og lækkaði um 3,39% í 446 milljóna viðskiptum. Öll önnur félög í Kauphöllinni hækkuðu að HB Granda og Marel undanskildum sem stóðu í stað. Mest hækkaði gengi fasteignafélagsins Heimavalla, eða um 3,6% í 34 milljóna króna viðskiptum. Hlutabréf í Origo hækkuðu um 3,4% í 64 milljóna króna viðskiptum og þá hækkaði gengi Haga um 3,3% í 117 milljóna viðskiptum.