[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Felix Örn Friðriksson flyst heim nú í lok árs frá Danmörku og mun að óbreyttu snúa aftur í lið ÍBV fyrr en áætlað var.

* Felix Örn Friðriksson flyst heim nú í lok árs frá Danmörku og mun að óbreyttu snúa aftur í lið ÍBV fyrr en áætlað var. Þessi 19 ára gamli knattspyrnumaður var lánaður frá ÍBV til Vejle í dönsku úrvalsdeildinni síðasta sumar, og gilti lánssamningurinn út júní á næsta ári, en Felix fékk nánast engin tækifæri til að spila fyrir liðið, kom við sögu í einum leik í deildinni í haust, og er því á heimleið.

* Oddur Grétarsson og samherjar í Balingen gefa ekkert eftir í toppbaráttu þýsku 2.deildarinnar í handknattleik. Þeir unnu Eintracht Hagen, 25:24, í hörkuleik á útivelli í gærkvöldi eftir að hafa verið undir lengst af leiknum. Oddur skoraði þrjú mörk í leiknum. Balingen er ásamt Coburg í tveimur efstu sætum deildarinnar, Hvort lið hefur 27 stig að loknum 17 leikjum.

*Tveir af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, framherjinn Sergio Agüero og miðjumaðurinn Kevin De Bruyne, gætu verið klárir í slaginn hjá Manchester City fyrir leik liðsins á móti Everton í hádeginu í dag. Leikmennirnir eru búnir að vera frá vegna meiðsla að undanförnu. Agüero er búinn að missa af síðustu þremur deildarleikjum City, en hann er búinn að æfa sársaukalaust síðustu daga. De Bruyne er svo búinn að jafna sig á meiðslum sem hann varð fyrir í byrjun nóvember.

*Spánverjinn Rafael Benítez hefur verið valinn knattspyrnustjóri nóvembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni fyrir störf sín hjá Newcastle United. Newcastle kom sér af fallsvæðinu með vasklegri framgöngu í nóvember þar sem liðið vann þrjá leiki gegn Watford, Bournemouth og Burnley. Var þar safnað saman níu stigum sem gætu reynst dýrmæt þegar upp verður staðið.