Alþingi Talsverðar sveiflur hafa verið á fylgi stjórnmálaflokkanna.
Alþingi Talsverðar sveiflur hafa verið á fylgi stjórnmálaflokkanna. — Morgunblaðið/Hari
Flestir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga í dag. Samfylkingin er sá flokkur sem næstflestir myndu kjósa og Vinstrihreyfingin – grænt framboð kemur þar á eftir.

Flestir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga í dag. Samfylkingin er sá flokkur sem næstflestir myndu kjósa og Vinstrihreyfingin – grænt framboð kemur þar á eftir. Fylgi Miðflokksins minnkar um meira en helming og Píratar bæta við sig. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,1%, sem er lítilsháttar aukning frá síðustu könnun sem gerð var 21. nóvember. Fylgi VG er 12,9%, en það var 10,3% í nóvember, og fylgi Framsóknarflokks mælist 12,5% sem er talsverð aukning frá síðustu könnun þegar það var 7,5%.

Samkvæmt þessu eru ríkisstjórnarflokkarnir því með 47,5% fylgi.

Flokkur fólksins með minna

Samfylkingin mælist með 16,9%, sem er svipað og í síðustu könnun, og fylgi Pírata er nú 14,4%, en var 11,3% í könnuninni sem gerð var í nóvember.

Fylgi Viðreisnar mælist 8,5% sem er svipað og í síðustu könnun og fylgi Miðflokksins minnkar úr 13,1% í 5,9% eða um rúm sjö prósentustig. Fylgi Flokks fólksins minnkar sömuleiðis úr 7,6% í 4,2%.

Könnunin var gerð dagana 5.-11. desember og svöruðu 975 einstaklingar henni.