[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað í embætti ráðuneytisstjóra í nýju félagsmálaráðuneyti sem taka mun til starfa um áramótin, embætti skrifstofustjóra á skrifstofu fjárlaga í ráðuneytinu og í embætti forstjóra...

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað í embætti ráðuneytisstjóra í nýju félagsmálaráðuneyti sem taka mun til starfa um áramótin, embætti skrifstofustjóra á skrifstofu fjárlaga í ráðuneytinu og í embætti forstjóra Vinnueftirlitsins.

Ráðuneytisstjóri í nýju ráðuneyti verður Gissur Pétursson, sem er núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, en Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri stofnunarinnar, mun taka tímabundið við stjórn hennar. Svanhvít Jakobsdóttir, núverandi forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, verður skrifstofustjóri fjárlaga og Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, núverandi skrifstofustjóri skrifstofu lífskjara og vinnumála í velferðarráðuneytinu, verður forstjóri Vinnueftirlits ríkisins.