Valtýr Stefánsson
Valtýr Stefánsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Litlir kærleikar voru áratugum saman með þessu blaði, sem þú ert með í höndunum, lesandi góður, og Þjóðviljanum enda lífssýn og pólitísk afstaða forsvarsmanna blaðanna tveggja ólík. Í langri grein í Morgunblaðinu fyrir réttum sjötíu árum, 16.

Litlir kærleikar voru áratugum saman með þessu blaði, sem þú ert með í höndunum, lesandi góður, og Þjóðviljanum enda lífssýn og pólitísk afstaða forsvarsmanna blaðanna tveggja ólík. Í langri grein í Morgunblaðinu fyrir réttum sjötíu árum, 16. desember 1948, skrifaði Valtýr Stefánsson ritstjóri m.a.:

„Magnús Kjartansson ritstjóri Þjóðviljans segir að hann hafi fundið það út, af einhverri sherlockholmesarnáttúru sinni, að jeg muni hafa farið til Parísar til að þiggja þar fje frá Marshall stofnuninni(!) Hann má heimska sig á slíkum áburði í minn garð, eins lengi og hann vill. Það gerir ekki annað en leiða athygli manna að því, að hann vinnur að blaði, og fyrir flokk, sem sannanlega hefir notið og nýtur ríflegra styrkja frá þeim fjárhirslum, er hafa erfiði og strit þeirra að fjeþúfu, sem í þrældóm eru hneptir af kommúnistum, og eyða þannig síðustu lífskröftum sínum.“

Greinin var partur af greinaflokki Valtýs um stjórnmálaferil kommúnista, frá því forystumenn þeirra brutust til valda í Rússlandi þrjátíu árum fyrr. Í skrifin réðst hann, að sögn, vegna þess, „að áberandi er, hve íslenskir blaðalesendur eru enn í dag ókunnugri þessum málum, en alþýða manna í flestum löndum Norðurálfunnar“.