Á Flórída Anna ásamt eiginmanni og sonum frá því í haust.
Á Flórída Anna ásamt eiginmanni og sonum frá því í haust.
Þetta er búin að vera löng meðganga,“ segir Anna J. Eðvaldsdóttir ljósmóðir um fyrstu bókina sína sem kom út á dögunum. Anna á 60 ára afmæli í dag og fagnar afmælinu með manninum sínum úti á Tenerife.

Þetta er búin að vera löng meðganga,“ segir Anna J. Eðvaldsdóttir ljósmóðir um fyrstu bókina sína sem kom út á dögunum. Anna á 60 ára afmæli í dag og fagnar afmælinu með manninum sínum úti á Tenerife. „Við fórum í fjölskylduferð til Flórída núna í haust en svo ákváðum við tvö ásamt vinafólki að skella okkur hingað út. Afmælisdagurinn er óvissudagur, ég veit ekkert hvað við erum að fara að gera og spennan er í hámarki.“

En aftur að bókinni, sem heitir Fyrstu mánuðirnir – Ráðin hennar Önnu ljósu. „Hún er búin að vera í bígerð í 20 ár. Ég hef á þessum tíma verið að taka saman ráð sem ég hef haft handa foreldrum og hafa virkað vel og svo varð úr að bókin fæddist. Bókin spannar tímann rétt áður en barnið kemur í heiminn, hvernig foreldrar geta búið sig undir fæðinguna og heimkomu barnsins og síðan næstu mánuðina á eftir. Ég held ég geti fullyrt að í bókinni séu svör við nánast öllum spurningum sem foreldrar hafa verið með og bókin er líka góð fyrir afa og ömmur.“

Anna hefur verið með heimaþjónustu frá 1994. „Ljósmæður eru verktakar hjá Sjúkratryggingum Íslands og sinna nýbökuðum foreldrum. Þær sem eru ekki að fæða sitt fyrsta barn geta farið heim fjórum til tólf tímum eftir fæðinguna ef allt hefur gengið vel en svo eru aðrar sem geta verið í umsjá okkar inni á spítala í allt að þrjá daga eftir fæðingu og samt fengið fimm til sjö vitjanir frá ljósmóðurinni sem annast þau.“

Eiginmaður Önnu er Gísli Ágúst Guðmundsson, sjálfstætt starfandi byggingatæknifræðingur, og synir þeirra eru Eðvald Ingi tölvunarfræðingur, Fannar umhverfisverkfræðingur, Garðar jarðeðlisfræðingur og Pálmar sem er meistaranemi í rafmagnsverkfræði. Barnabörnin eru orðin fimm.