Kjartan Valdemarsson
Kjartan Valdemarsson
Vox Populi heldur jólatónleika í Grafarvogskirkju í dag kl. 16 undir yfirskriftinni JólaVox. „JólaVox er nú haldið í fjórða sinn og hefur notið mikilla vinsælda. Voxið fagnar um þessar mundir sínu 10.

Vox Populi heldur jólatónleika í Grafarvogskirkju í dag kl. 16 undir yfirskriftinni JólaVox.

„JólaVox er nú haldið í fjórða sinn og hefur notið mikilla vinsælda. Voxið fagnar um þessar mundir sínu 10. starfsári og leggur því sérstaklega mikinn metnað í jólatónleikana að þessu sinni,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Kjartan Valdemarsson píanóleikari hafi útsett alla tónlistina á tónleikunum ásamt því að flytja hana með kórnum. Auk hans koma fram strengjasveit og hrynband. Konsertmeistari er Matthías Stefánsson. Sérstakur gestur í ár er Elísabet Ormslev söngkona. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Að tónleikum loknum er boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.