Meðlæti fyrir 4-6 800-900 g rósakál, allt skorið í tvennt 2 hvítlauksrif, rifin ½ bolli hvítlauksmajónes, eða eftir smekk 2 msk súrsað grænmeti (t.d.

Meðlæti fyrir 4-6

800-900 g rósakál, allt skorið í tvennt

2 hvítlauksrif, rifin

½ bolli hvítlauksmajónes, eða eftir smekk

2 msk súrsað grænmeti (t.d. pikklaður rauðlaukur, sjá uppskrift annars staðar á síðunni)

2 msk skorinn graslaukur

smá olía til steikingar

salt

Steikið rósakálið á pönnu í olíu og rifnum hvítlauk. Þegar það er byrjað að brúnast, saltið þá og setjið á disk. Bætið við hvítlauksmajónesi, sýrðu grænmeti og graslauk.

Skreytið með basillaufum og fínt skorinni rauðri papriku.

Hvítlauksmajónes

2 hvítlauksrif, rifin

¼ bolli matarolía

1 bolli majónes

smá salt

Steikið hvítlaukinn í olíunni og setjið svo í blandara. Bætið við majónesi og smásalti og blandið áfram.