Axel Stefánsson
Axel Stefánsson
Í dag kemur í ljós á móti hverjum íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Axels Stefánssonar, dregst í umspilsleikjum fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Japan á næsta ári.

Í dag kemur í ljós á móti hverjum íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Axels Stefánssonar, dregst í umspilsleikjum fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Japan á næsta ári. Dregið verður til umspilsleikjanna í AccorHotels Arena-íþróttahöllinni í París en þar verður leikið til úrslita á Evrópumóti kvenna á morgun eins og getið er um hér að ofan.

Íslenska landsliðið vann sér inn þátttökurétt í umspilsleikjunum í undankeppni sem fram fór í Skopje í Makedóníu fyrir hálfum mánuði. Umspilsleikirnir fara fram frá 31. maí til 6. júní.

Lið eftirfarandi þjóða geta orðið andstæðingar Íslands: Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Spánn, Þýskaland, Ungverjaland, Svartfjallaland, Sóvenía eða Serbía. mbl.is fylgist með drættinum í dag. iben@mbl.is