Jennifer Lopez segir Bronx hafa gefið sér sérstöðu.
Jennifer Lopez segir Bronx hafa gefið sér sérstöðu. — AFP
Tónlist Jennifer Lopez fannst hún þurfa að láta lítið fyrir sér fara þegar hún fór að stíga sín fyrstu skref á tónlistarsenunni.
Tónlist Jennifer Lopez fannst hún þurfa að láta lítið fyrir sér fara þegar hún fór að stíga sín fyrstu skref á tónlistarsenunni. Í viðtali sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins Vogue segir Lopez að tímarnir séu mjög breyttir þar sem konur geti í dag strax komið fram fullar sjálfstrausts í tónlistinni, valdefling kvenna og meðbyr þeirra í dag sé mikill. Þær þurfi ekki að hafa sig hægar af ótta við að stíga á tær einhverra eða vera alltaf að afsaka sig. „Ef maður sagði sína skoðun eða tjáði sig opinberlega var næsta setning hjá manni: „Ó, fyrirgefðu, varst þú að tala?““ sagði Lopez um þann tíma þegar hún var að byrja. Í viðtalinu segir hún jafnframt að það að hafa verið úr hinu ódæmigerða umhverfi frægðarinnar, Bronx, hafi hjálpað sér. Hún var öðruvísi en aðrir og það gaf henni sérstöðu.