Christkindlmarkt er einn af þessum gömlu jólamörkuðum sem mikil hefð er fyrir en fyrstu rituðu heimildir um markaðinn eru frá 15. öld. Markaðurinn er við rætur Hohensalzburg-virkisins og er í kringum hina mikilfenglegu dómkirkju borgarinnar.

Christkindlmarkt er einn af þessum gömlu jólamörkuðum sem mikil hefð er fyrir en fyrstu rituðu heimildir um markaðinn eru frá 15. öld. Markaðurinn er við rætur Hohensalzburg-virkisins og er í kringum hina mikilfenglegu dómkirkju borgarinnar. Margir viðburðir fara þarna fram eins og kórsöngur og spilað er á vindhljóðfæri, „Turmblasen“.

Í borginni eru margir jólamarkaðir en fyrrnefndi markaðurinn er þeirra elstur. Í Hellbrunn er gott að fara með börn en t.d. er í boði að fara í sleðaferð í sleða dregnum af alvöruhreindýri. Mirabell-torg er fallega skreytt og þar eru margir básar með jólagóðgæti og glöggi.

Ennfremur er viðamikil dagskrá í borginni á sérstakri aðventuhátíð sem stendur yfir helgarnar fyrir jól með miklum söngveislum. Í ár er búið að selja alls 36.000 miða og er því uppselt á alla tónleikana (þótt stundum sé hægt að fá miða á síðustu stundu) en byrjað er að selja miða á aðventuhátíðina 2019.