Jólaandinn ræður sannarlega ríkjum á jólamarkaðinum í Tallinn sem haldinn er árlega á ráðhústorgi borgarinnar. Að venju er hægt að fá góðgæti úr héraði og handgerðar gjafir.

Jólaandinn ræður sannarlega ríkjum á jólamarkaðinum í Tallinn sem haldinn er árlega á ráðhústorgi borgarinnar. Að venju er hægt að fá góðgæti úr héraði og handgerðar gjafir. Þarna er líka lögð áhersla á menningarlíf og boðið upp á danssýningar, ljóðaupplestur og kórsöng.

Jólatréð hefur mikið aðdráttarafl. Það hefur verið sett upp á ráðhústorginu á hverju ári frá 1441 en það var þá einn af fyrstu stöðunum í Evrópu til að skarta slíku tré yfir jólahátíðina.

Markaðurinn er opinn frá 10-19 alla daga.