— Morgunblaðið/Árni Sæberg
15. desember 1953 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri var tekið í notkun. „Ein fullkomnasta bygging sinnar tegundar hér á landi,“ sagði Morgunblaðið. Þar voru í upphafi rúm fyrir 120 sjúklinga. Fyrsti yfirlæknir var Guðmundur Karl Pétursson. 15.

15. desember 1953

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri var tekið í notkun. „Ein fullkomnasta bygging sinnar tegundar hér á landi,“ sagði Morgunblaðið. Þar voru í upphafi rúm fyrir 120 sjúklinga. Fyrsti yfirlæknir var Guðmundur Karl Pétursson.

15. desember 1978

Kór Langholtskirkju hélt fyrstu jólatónleika sína, undir stjórn Jóns Stefánssonar. Síðan hafa þeir verið árlega.

15. desember 2004

Ríkissjóður keypti tíu þúsund skopteikningar eftir Sigmund Jóhannsson, en þær höfðu birst í Morgunblaðinu á fjörutíu ára tímabili. Teikningarnar átti að varðveita í Vestmannaeyjum.

15. desember 2005

Landmælingar Íslands tilkynntu að samkvæmt nýjum útreikningum væri miðpunktur Íslands við Illviðrahnjúka, rétt norðan við Hofsjökul. Rúmum tveimur árum síðar var vígð varða á staðnum.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson