Ómetanlegt Reykjabók Njálu var fengin að láni frá Kaupmannahöfn.
Ómetanlegt Reykjabók Njálu var fengin að láni frá Kaupmannahöfn. — Morgunblaðið/Einar Falur
Sýningunni Lífsblómið lýkur í Listasafni Íslands um helgina. Á morgun, sunnudag, kl. 14 mun Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, leiða gesti um sýninguna þar sem sérstök áhersla verður lögð á handritin á...

Sýningunni Lífsblómið lýkur í Listasafni Íslands um helgina. Á morgun, sunnudag, kl. 14 mun Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, leiða gesti um sýninguna þar sem sérstök áhersla verður lögð á handritin á sýningunni. Þar gefst meðal annars einstakt tækifæri til að virða fyrir sér og fræðast um tvö einstök handrit sem Árnastofnun í Kaupmannahöfn lánaði á sýninguna í tilefni af aldarafmæli fullveldisins, Ormsbók Snorra-Eddu og Reykjabók Njálu, en bæði voru flutt út á 17. öld.

Sýningin Lífsblómið fjallar um þrá þjóðarinnar eftir sjálfstæði og um það hversu dýrmætt en um leið viðkvæmt fullveldið er. Á sýningunni er lögð áhersla á að tefla saman hinu stóra og smáa, opinberu lífi og einkalífi, og birtist það meðal annars í völdum listaverkum, skjölum og öðrum merkilegum hlutum og gögnum. Að sýningunni standa Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðskjalasafn Íslands og Listasafn Íslands. Handrit, skjöl og myndlistarverk frá þessum stofnunum mynda kjarnann í sýningunni. Sýningarstjóri er Sigrún Alba Sigurðardóttir.