Halldór Laxness
Halldór Laxness
Í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá útkomu Kristnihalds undir Jökli eftir Halldór Laxness og 20 ár frá láti skáldsins munu sex karlar og ein kona lesa valda texta úr Kristnihaldinu í Seltjarnarneskirkju í dag milli kl. 14 og 16.

Í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá útkomu Kristnihalds undir Jökli eftir Halldór Laxness og 20 ár frá láti skáldsins munu sex karlar og ein kona lesa valda texta úr Kristnihaldinu í Seltjarnarneskirkju í dag milli kl. 14 og 16.

„Þessir karlar hafa tekið þátt í kaffiklúbbi sem hittist í safnaðarheimili kirkjunnar tvisvar sinnum í viku. Þetta eru karlar sem eru 67 ára og eldri. Þeir hafa verið mjög áhugasamir um þetta verkefni og hafa æft stíft síðustu vikurnar, hist og lesið upphátt þennan texta Laxness. Þeir báðu eina konu að vera með sér í upplestrinum sem les texta Hnallþóru. Hún hefur starfað með leiklistarfélaginu á Nesinu ásamt fleirum í þessum hópi,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Grétar G. Guðmundsson, sem verið hefur virkur í starfi leiklistarfélagsins á Nesinu, hafi stjórnað æfingum hópsins.

Aðgangur er ókeypis. Í lestrarhléi verður boðið upp á stríðstertur í safnaðarheimilinu að hætti Hnallþóru