Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis segir fulltrúa WOW air hafa boðið nokkrum starfsmönnum sínum umtalsvert betri laun. Þeir hafi þegið boðið og söðlað um til WOW air. „Þetta skapaði spennu á vinnustaðnum.

Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis segir fulltrúa WOW air hafa boðið nokkrum starfsmönnum sínum umtalsvert betri laun. Þeir hafi þegið boðið og söðlað um til WOW air.

„Þetta skapaði spennu á vinnustaðnum. Hinir starfsmennirnir urðu við þetta ósáttir við launin sín. Spurðu hvers vegna við gætum þá ekki líka borgað hærri laun. Staðreyndin er hins vegar sú að WOW air stóð ekki undir slíkum launagreiðslum. Það hefur komið í ljós að undanförnu,“ sagði heimildarmaðurinn sem taldi einsýnt að laun í íslenskri ferðaþjónustu hefðu í mörgum tilvikum verið orðin of há í alþjóðlegum samanburði. Ferðaþjónustan sé í alþjóðlegri samkeppni. baldura@mbl.is