Jens Garðar Helgason
Jens Garðar Helgason
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, ræddi á dögunum við 200 mílur um sjávarútvegsmál og sagði: „Þeir sem starfa í sjávarútvegi eru vanir því að eiga við náttúruöflin og samkeppni á erlendum mörkuðum, en það er í raun...

Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, ræddi á dögunum við 200 mílur um sjávarútvegsmál og sagði: „Þeir sem starfa í sjávarútvegi eru vanir því að eiga við náttúruöflin og samkeppni á erlendum mörkuðum, en það er í raun ótrúlegt að okkar helsta áskorun sem atvinnugreinar sé pólitísk óvissa og óstöðugleiki. Nánast á hverju ári hefur greinin mátt sitja undir óvissu um hvernig ríkið ætlar að skattleggja greinina.“

Þetta er sannarlega ótrúlegt og ekki síður það sem einnig bar á góma í viðtalinu, en það voru sjónarmið sem Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur haft um sjávarútveg.

Í umræðum um sjávarútveg á Alþingi fyrr á þessu ári spurði Logi hvort ekki væri „allt í lagi þó að eitthvað af útgerðarfyrirtækjunum fari á hausinn og við leitum í hagkvæmasta reksturinn þannig að þjóðin fái á endanum afgjaldið?“

Jens Garðar benti á að sérkennilegt væri að stjórnmálamenn tali í einu orðinu um að halda landinu í byggð en tali á hinn bóginn um að skattleggja sjávarútveg þannig að hann standi ekki undir sér.

Við þetta bætist svo vilji þessara sömu manna til að taka af þeim sem starfa í sjávarútvegi atvinnuréttinn.

Hvernig stendur á því að samfylkingarflokkarnir hamast þannig gegn sjávarútveginum? Er einhver skýring á því?