Þorsteinn Hjaltested, bóndi og fjárfestir á Vatnsenda við Elliðavatn, lést á heimili sínu aðfaranótt 12. desember síðastliðinn. Hann varð 58 gamall. Þorsteinn fæddist í Reykjavík 22.

Þorsteinn Hjaltested, bóndi og fjárfestir á Vatnsenda við Elliðavatn, lést á heimili sínu aðfaranótt 12. desember síðastliðinn. Hann varð 58 gamall.

Þorsteinn fæddist í Reykjavík 22. júlí 1960, sonur Magnúsar Hjaltested, bónda á Vatnsenda og konu hans Kristrúnar Ólafar Jónsdóttur. Kristrún lifir son sinn.

Þorsteinn ólst upp á Vatnsenda. Hann var matreiðslumeistari. Lærði matreiðslu í Veitinga- og matreiðsluskóla Íslands og vann námstímann á Hótel Loftleiðum þar til hann útskrifaðist árið 1984. Eftir það gerðist hann yfirmatreiðslumaður í verslunum Víðis. Einnig rak hann Sundakaffi um tíma, annaðist veitingarekstur í golfskála Golfklúbbs Reykjavíkur og var matsveinn á Edduhótelinu á Kirkjubæjarklaustri nokkur sumur. Þá var Þorsteinn hluthafi í Veisluturninum í Kópavogi og ýmsum fyrirtækjum. Jafnframt rak Þorsteinn bú með sauðfé og hross á Vatnsenda og ýmist leigði út eða seldi byggingarland. Hann átti sæti í stjórn Veiðifélags Elliðavatns.

Kona Þorsteins var Kaire Hjaltested. Þau skildu. Synir þeirra eru Magnús Pétur og Björn Arnar.