[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir hafa verið útnefnd knattspyrnufólk ársins 2018 af KSÍ. Bæði eru valin fjórða árið í röð, Gylfi í áttunda sinn á síðustu níu árum og Sara í fimmta sinn á síðustu sex árum.

* Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir hafa verið útnefnd knattspyrnufólk ársins 2018 af KSÍ. Bæði eru valin fjórða árið í röð, Gylfi í áttunda sinn á síðustu níu árum og Sara í fimmta sinn á síðustu sex árum. Gylfi hefur verið áberandi í liði Everton í ensku úrvalsdeildinni á árinu og Sara varð þýskur meistari og bikarmeistari með Wolfsburg og lék úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með liðinu þar sem það fékk silfurverðlaun.

*Golfsamband Íslands útnefndi Valdís Þóru Jónsdóttur úr Leyni og Harald Franklín Magnús úr GR kylfinga ársins 2018. Bæði unnu þau sér keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu, í kvenna- og karlaflokki, á síðasta sumri.

*Íshokkísamband Íslands valdi Jóhann Má Leifsson og Silvíu Rán Björgvinsdóttur , bæði úr Skautafélagi Akureyrar, íshokkífólk ársins 2018. Þau urðu Íslandsmeistarar með sínum liðum og eru bæði í stórum hlutverkum í landsliði Íslands.

* Emil Pálsson , knattspyrnumaður hjá Sandefjord í Noregi, sleit hásin á æfingu hjá FH í vikunni og verður fyrir vikið frá keppni næstu mánuðina.

* Ingibjörg Kristín Jónsdóttir hafnaði í 30. sæti af 53 keppendum í 50 m baksundi á heimsmeistaramótinu í 25 m laug í Hangzhou í Kína í gær. Hún synti á 27,99 sekúndum og var rúmlega hálfri sekúndu frá sínum besta tíma. Ingibjörg hefði þurft að synda á 26,81 sekúndu til að komast í undanúrslit.