Kór Akraneskirkju fagnar útgáfu disksins Þýtur í stráum með tónleikum í Vinaminni á Akranesi í dag kl. 16 undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar. Diskurinn geymir úrval kórlaga sem kórinn hefur flutt í gegnum tíðina.
Kór Akraneskirkju fagnar útgáfu disksins Þýtur í stráum með tónleikum í Vinaminni á Akranesi í dag kl. 16 undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar. Diskurinn geymir úrval kórlaga sem kórinn hefur flutt í gegnum tíðina. Með kórnum leikur Viðar Guðmundsson á píanó, Jón Rafnsson á kontrabassa, Kristín Sigurjónsdóttir á fiðlu og Eyjólfur Rúnar Stefánsson á gítar en einsöng syngur Halldór Hallgrímsson. Sérstakur gestur á tónleikunum er Valgeir Guðjónsson sem á eitt laganna á diskinum.