Markaður Verður um helgina.
Markaður Verður um helgina.
Jólamarkaðurinn í Heiðmörk verður opinn í Elliðavatnsbæ núna um helgina. Þar er boðið upp á bæði handverk og matvæli og má ganga að því vísu að þar sé alltaf eitthvað nýtt í boði af ýmiss konar handgerðum varningi og innlendri matarhefð.

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk verður opinn í Elliðavatnsbæ núna um helgina. Þar er boðið upp á bæði handverk og matvæli og má ganga að því vísu að þar sé alltaf eitthvað nýtt í boði af ýmiss konar handgerðum varningi og innlendri matarhefð.

Því til viðbótar er viðamikil menningardagskrá á jólamarkaðnum; rithöfundar verða með upplestur á Kaffistofu klukkan 13 í dag og á morgun, sunnudag. Í dag verður upplesturinn í höndum Hugleiks Dagssonar og á morgun verður þar Guðrún Bjarnadóttir.

Barnastund í Rjóðrinu hefst klukkan 14 báða dagana og tónlistarmenn spila á Kaffistofu klukkan 15:30. Þær Gyða og Kristín Anna Valtýsdætur spila þar í dag og Snorri Helgason á morgun.

Spákona verður á svæðinu og spáir fyrir framtíð gesta og gangandi og eldsmiður verður á planinu.

Í fréttatilkynningu segir að allir séu hjartanlega velkomnir í vetrarparadísina sem er í korters fjarlægð frá ysi og þysi miðborgar.