Ferðamönnum hefur fjölgað á síðustu árum í Króatíu en það er fleira en djúpblár sjórinn í Adríahafinu sem heillar. Jólamarkaðurinn í Zagreb hefur vakið athygli síðustu ár.

Ferðamönnum hefur fjölgað á síðustu árum í Króatíu en það er fleira en djúpblár sjórinn í Adríahafinu sem heillar. Jólamarkaðurinn í Zagreb hefur vakið athygli síðustu ár. Hann er á Jelacic-torgi og götunum þar í kring og á meðal þess sem lokkar fólk á markaðinn er skautasvell, ísskúlptúragerð, barir, matarbásar og lifandi tónlist. Óvenjulegastur er þó jólasporvagninn en með honum geta börn og fullorðnir fengið far með jólasveininn við stýrið. Ferðalagið um Zagreb tekur 30 mínútur og kostar um 600 kr.

Einnig er sérstakt svæðið sem kallast Fuliranje. Þar er hægt að sletta úr klaufunum og er opið fram á nótt um helgar.