Hótel við Öskjuhlíð Hér má sjá drög að 100 herbergja hóteli vestan við Keiluhöllina, ofan Flugvallarvegar.
Hótel við Öskjuhlíð Hér má sjá drög að 100 herbergja hóteli vestan við Keiluhöllina, ofan Flugvallarvegar. — Teikning/GP arkitektar
Fram kom í Morgunblaðinu í gær að markmiðið með breyttu deiliskipulagi á aðliggjandi lóð við hús Frímúrarareglunnar í Bríetartúni sé „m.a.

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að markmiðið með breyttu deiliskipulagi á aðliggjandi lóð við hús Frímúrarareglunnar í Bríetartúni sé „m.a. að stuðla að þéttingu byggðar til styrkingar miðborginni og veita fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu svigrúm til aukinnar uppbyggingar og stækkunar“.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir aðspurð að Hlemmsvæðið sé dæmi um þéttingarsvæði þar sem mögulegt sé að þétta byggð í miðborginni. Horft sé til þess að stór borgarlínustöð verði á Hlemmi í framtíðinni. „Þá er mikilvægt að hafa góðan þéttleika á Hlemmsvæðinu til að styðja við borgarlínuna,“ segir Sigurborg Ósk. Hún segir aðspurð að svigrúm til þéttingar ráðist af aðstæðum hverju sinni.

„Hluti af markmiðinu er að styrkja atvinnulíf í miðborginni. Reitir á borð við svæðið í kringum Hlemm henta vel til þess,“ segir Sigurborg Ósk, sem telur bílastæðið norðan við Lögreglustöðina koma til greina í þessu efni. Hún segir að meðfram fyrirhugaðri legu borgarlínu, frá Lækjartorgi og yfir á Kársnesið, með viðkomu í Hlíðarendabyggð og svæði Háskóla Reykjavíkur, séu miklir möguleikar á þéttingu byggðar. „Þar má segja að sé næsta uppbyggingarsvæði. Þar gæti orðið sambærileg uppbygging og á Valsreitnum,“ segir hún og nefnir Flugvallarveg sem dæmi um mögulegt uppbyggingarsvæði nærri borgarlínu.

Svo vill til að Guðni Pálsson, arkitekt, hefur gert tillögu að hóteli við Öskjuhlíð, nánar tiltekið fyrir framan Keiluhöllina með útsýni yfir Vatnsmýrina. Gerði hann ráð fyrir 100 herbergja hóteli í nýbyggingu til vesturs. Þá setti hann fram hugmynd um stríðsminjasafn í gömlu olíugeymslugryfjunum suður af Keiluhöllinni. Birtist hér mynd af hótelinu í fyrsta sinn í fjölmiðlum.