Fyrir 4-6 250 ml mjólk 250 ml rjómi 100 g sykur 1 stk. vanillustöng 5 stk.

Fyrir 4-6

250 ml mjólk

250 ml rjómi

100 g sykur

1 stk. vanillustöng

5 stk. eggjarauður

hrásykur

15 g möndlur

15 g púðursykur

15 g hveiti

15 g smjör

fersk jarðarber

uppáhaldsísinn ykkar

Skerið vanillustöngina í tvennt og skafið fræin úr henni og setjið í pott ásamt mjólk, rjóma og sykri og hitið upp að suðu. Veiðið þá vanillustöngina upp úr og hellið varlega yfir eggjarauðurnar og hrærið varlega í með sleif til að ekki myndist froða ofan á. Hellið blöndunni í keramikskálar eða eldfast mót og leggið á djúpa bökunarplötu og setjið smá af vatni í bökunarplötuna til að viðhalda raka inni í ofninum. Bakið við 110°C í 25-30 mínútur eða þar til blandan er orðin eins og hlaup þegar bökunarplatan er hrist. Þegar bera á fram er hrásykrinum stráð yfir og brúnaður með gasbrennara (einnig er hægt að nota yfirhitann í ofninum).

Blandið síðan saman möndlum, púðursykri, hveiti og smjöri og dreifið jafnt á bökunarplötu og bakið við 160°C í 15 mínútur, hrærið aðeins í deiginu og bakið í aðrar 15 mínútur, kælið og brjótið niður.

Berið crème brûlée fram með möndlukurlinu, ferskum jarðarberjum og uppáhaldsísnum ykkar.