Hannesarholt býður tónlistarmönnum sem eru í námi erlendis en í jólaleyfi á Íslandi, að halda tónleika fyrir bakland sitt og munu Marína Ósk Þórólfsdóttir og Eiríkur Rafn Stefánsson halda sameiginlega tónleika á morgun frá kl. 14 til 16.
Hannesarholt býður tónlistarmönnum sem eru í námi erlendis en í jólaleyfi á Íslandi, að halda tónleika fyrir bakland sitt og munu Marína Ósk Þórólfsdóttir og Eiríkur Rafn Stefánsson halda sameiginlega tónleika á morgun frá kl. 14 til 16. Marína stundar mastersnám í djassi og kemur gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson fram með henni. Eiríkur stundar BA nám við Conservatorina í Amsterdam og mun hann koma fram með hljómsveit.